top of page
IMG_0171 des_edited.jpg

 

Menntun og reynsla

 

Rakel Rán útskrifaðist með meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá félagsráðgjarfadeild Háskóla Íslands árið 2011. Hún lauk einnig námi á meistarastigi í Parent-Infant Mental Health frá sálfræðideild Univeristy of Massachusettes Boston árið 2015.

Frá 2011 hefur Rakel Rán að mestu starfað sjálfstætt sem fjölskyldufræðingur ásamt því að starfa á stöðum þar sem unnið er að velferð barna og umönnunaraðila. Má þar nefna forvarnar- og meðferðarteymi barna HSS, Miðstöð foreldra og barna, sem deildarstjóri barnaverndar á Norðanverðum Vestfjörðum og sem fósturforeldri.

Rakel Rán hefur setið fjölda námskeiða, má þar m.a. nefna:

  • Circle of Security Parenting. Circle of Security International. 

  • Foster Pride. Barnaverndarstofa.       

  • Trauma Focused CBT. Endurmenntun Háskóla Íslands. 

  • Parent-Infant Psychotherapy. Anna Freud Center, London. 

  • Therapeutic Parenting. Sarah Naish.

  • Newborn Behavioral Observation. Brazelton Institute, Boston.

  • Hypnotherapy. Diploma í meðferðardáleiðslu. 

  • Áhugahvetjandi viðtalstækni námskeið á vegum LHS. 

  • Áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Ráðgjafarskóli Íslands. 

  • Sálræn skyndihjálp. Rauði krossinn. 

Nálgunin

 

Rakel Rán notast við tengslamiðaða fjölskyldumeðferð með áherslu á geðheilsu ungra barna og umönnunaraðila þeirra. Meðferðin byggir á fjölskyldumeðferð, tengslakenningum (e. attachment theory) og sálgreiningu (e. psychoanalytic models) og er studd af kenningum um þroska barna (e. child development theory) og rannsóknum í taugavísindum. Á ensku er talað um meðferðir af þessu tagi sem Parent-Infant meðferðir og eru þær notaðar allt frá meðgöngu til fimm ára aldurs barns, misjafnt eftir aðferðum þó. Þegar talað er um foreldra í þessu samhengi á það við um alla foreldra, óháð því hvernig foreldrið kom inn í líf barnsins.

Foreldrar eru mikilvægustu aðilar í lífi barna sinna og eru sá utan að komandi þáttur sem hefur mest áhrif á mótun barnanna. Foreldrar eru líka þeir aðilar sem þekkja börnin best og eru best til þess fallnir að aðstoða börn á þessum aldri. Því kemur að minnsta kosti eitt foreldri með barninu í meðferðartíma. Með börnum sem hafa náð eins árs aldri koma foreldrar þó einir í meðferðartíma þegar þörf er á að tala hispurslaust um tilfinningar og reynslu foreldranna. Það er gert til að hlýfa börnunum við upplýsingum sem þau hafa ekki þroska til að taka á móti.

 

Ásamt því að hjálpa barni eða foreldri með erfiðleika sína er ávallt unnið að því að styrkja sambandið á milli þeirra og ýta undir örugga tengslamyndun barns við foreldri sitt og heilbrigðan þroska barnsins. Enda eru örugg geðtengsl ein mikilvægasta forsenda góðrar geðheilsu barna og fjölþættri getu þeirra til að njóta sín í leik og námi.

IMG_4331.jpg
20221017_132339_edited_edited.png

Hvernig fer meðferðin fram?

 

 

Meðferðin fer oftast fram í barnaherberginu á fjölskyldumiðstöðinni Grænuhlíð. Í sumum tilfellum fer hún þó fram á heimili barnsins eða jafnvel utandyra.

Barnaherbergið í Grænuhlíð er innréttað með þarfir barna í huga og því eru hvorki sófar né hægindastólar í herberginu - eins og við fullorðna fólkið erum vön - heldur er mjúk motta á gólfi og púðar. Í meðferðartímunum fer fullorðna fólkið því í hæð barnsins og situr með því á gólfinu. Ef umönnunaraðilar eiga erfitt með að sitja á gólfi fá þeir púða eða stól til að sitja á.

 

Þar sem það hentar börnum illa að sitja kyrrum í 50 mínútur er mikilvægt að þau geti hreyft frjálslega í rýminu og hafi dót til að dunda sér með. Það er misjafnt eftir aldri og þörfum hvers barns hvaða dót er valið inn í herbergið hverju sinni.

Fyrir hverja?

 

Meðferð af þessu tagi getur meðal annars nýst fyrir

 

börn sem:

- hafa orðið fyrir tengslarofi (verið aðskilin þeim sem þau mynduðu geðtengsl við) ss. fósturbörn, ættleidd börn og börn sem koma til kynforeldra sinna eftir fóstur

- sem hafa upplifaða mikið óöryggi og/eða streitu

- eiga erfitt með tilfinningastjórn, ss. börn með skapofsa

foreldra sem:

- eiga erfitt með að mynda tengsl við börnin sín

- sem hafa tekið við barni eftir tengslarof

- eiga börn með krefjandi hegðun/tilfinningar

- takast á við tilfinninga- og eða fíknivanda

- upplifðu tengslarof, erfið tengsl, óöryggi eða ofbeldi í sínum uppvexti

IMG_4374.jpg

Því fyrstu árin vara alla ævi

IMG_4191.jpg
bottom of page